Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 14:43
Elvar Geir Magnússon
„Calafiori minnir mig á ungan Sergio Ramos“
Riccardo Calafiori á æfingu ítalska landsliðsins.
Riccardo Calafiori á æfingu ítalska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello.
Fabio Capello.
Mynd: EPA
Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, telur að Riccardo Calafiori varnarmaður ítalska landsliðsins gæti átt feril á borð við Sergio Ramos.

Calafiori er 22 ára miðvörður sem átti frábært tímabil með Bologna og fékk lof fyrir frammistöðu sína þegar Ítalía vann Albaníu á laugardag.

Það verður stórt próf fyrir Calafiori á fimmtudag þegar ítalska landsliðið mætir því spænska.

„Næsta próf er kallað Alvaro Morata, sem skoraði gegn Króatíu. Hann virkar stundum á mann eins og hann sé smá latur en hann er virkilega öfugur," segir Capello.

„Calafiori og Alessandro Bastoni léku vel á laugardaginn og fengu líka gott skjól frá Nicolò Barella. Ég er hrifinn af Calafiori, þetta virkaði ekki eins og fyrsti leikurinn hans á stórmóti. Hann minnir mig á ungan Sergio Ramos. Ég var þjálfari Ramos hjá Real Madrid 2006-07. Calafiori var vanur því að spila sem bakvörður og breyttist svo í hafsent."

Ramos er einn allra besti miðvörður seinni ára í heimsfótboltanum og því ekki leiðum að líkjast.

„Eini efinn sem ég hef varðandi Bastoni og Calafiori er hraðinn þeirra einn gegn einum þegar þeir glíma við hraða sóknarmenn."
Athugasemdir
banner
banner