Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 13:38
Elvar Geir Magnússon
Mbappe fær grímu - Gæti misst af hinum leikjum riðlakeppninnar
Kylian Mbappe nefbrotnaði í samstuði í gær.
Kylian Mbappe nefbrotnaði í samstuði í gær.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe gæti misst af þeim tveimur leikjum sem Frakkland á eftir í riðlakeppni EM eftir að hafa nefbrotnað í sigrinum gegn Austurríki í gær.

Útlit er fyrir að Mbappe þurfi ekki að fara í aðgerð en fylgst verður náið með gangi mála næstu tvo daga.

Franska knattspyrnusambandið er að útvega sérsmíðaða grímu fyrir Mbappe og búist er við að hann missi af leiknum gegn Hollandi á föstudaginn. Frakkland mætir Póllandi í Dortmund í síðasta leik sínum í D-riðli næsta þriðjudag.

Mbappe nefbrotnaði þegar hann lenti á öxl Kevin Danso í 1-0 sigri Frakklands gegn Austurríki. Hann var fluttur á sjúkrahús í Dusseldorf en mætti aftur í herbúðir franska liðsins í Paderborn í nótt.

Philippe Diallo forseti franska fótboltasambandsins segir að menn séu bjartsýnir varðandi Mbappe. Sem betur fer þurfi hann ekki á aðgerð að halda, sem hefði væntanlega bundið enda á frekari þátttöku hans á mótinu.

Danso sendi batakveðjur til Mbappe á samfélagsmiðlum og sagðist vonast til þess að hann gæti snúið til baka sem fyrst á völlinn.


Athugasemdir
banner
banner