fim 18. júlí 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir skoraði og stefnir á að spila eins mikið og mögulegt er
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skoraði þriðja mark Aston Villa þegar liðið sigraði Minnesota United í æfingaleik í Bandaríkjunum. Villa vann leikinn 3-0.

Birkir skoraði með hörkuskalla en hann spilaði allan síðari hálfleikinn í leiknum í nótt.

„Ég er alltaf ánægður að skora og mér leið vel þarna úti og ég held að allir hinir hafi gert það líka," sagði Birkir eftir leikinn gegn Minnesota.

Hinn 31 árs gamli Birkir var ekki í stóru hlutverki hjá Aston Villa er liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Villa hefur styrkt sig mikið hingað til í vetur, en Birkir stefnir á að gegna hlutverki á næsta tímabili.

„Ég vil alltaf spila eins mikið og mögulegt er. Ég mun gera mitt besta og reyna að nota tækifærin mín. Við sjáum hvað gerist," sagði Birkir.

Viðtalið við hann má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner