De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   þri 18. júlí 2023 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak Andri til Norrköping (Staðfest) - „Hér verða Íslendingar að goðsögnum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Andri Sigurgeirsson er genginn til liðs við Norrköping frá Stjörnunni. Ísak skrifar undir samning út tímabilið 2026.


Ísak er 19 ára gamall en hann er fjórði Íslendingurinn í röðum félagsins. Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason og Andri Lucas Guðjohnsen eru á mála hjá félaginu.

Ísak hefur verið stórkostlegur í liði Stjörnunnar undanfarin ár en hann var með 6 mörk í 11 leikjum í sumar.

Norrköping staðfesti skiptin rétt í þessu og birti gæsahúðamyndband með tilkynningunni þar sem Arnór Ingvi talar.


Erfitt að kveðja - „Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni"
Athugasemdir
banner
banner