sun 18. ágúst 2019 15:24
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið ÍBV og KA: Bæði lið gera breytingar
Hallgrímur átti stórleik gegn gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
Hallgrímur átti stórleik gegn gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍBV tekur á móti KA í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

ÍBV er svo gott sem fallið úr deildinni á meðan KA er í harðri fallbaráttu. Eyjamenn eru fjórtán stigum frá öruggu sæti í deild þegar aðeins sex umferðir eru eftir.

Eyjamenn gera þrjár breytingar á liðinu sem tapaði gegn Víkingi R. í síðustu umferð. Sigurður Arnar Magnússon fer á bekkinn ásamt Matt Garner en Sindri Björnsson er farinn út í nám og spilar ekki meira á tímabilinu.

Jonathan Glenn kemur inn í liðið í staðinn ásamt Óskari Zöega Óskarssyni og Diogo Coelho.

Akureyringar breyta tveimur leikmönnum í liðinu sem lagði Stjörnuna að velli, 4-2, í síðustu umferð.

Ásgeir Sigurgeirsson fer á bekkinn á meðan Ívar Örn Árnason er utan hóps. Inn koma Alexander Groven og Nökkvi Þeyr Þórisson.

Byrjunarlið ÍBV:
21 Halldór Páll Geirsson (M)
8 Priestley David Keithly
17 Jonathan Ricardo Glenn
18 Oran Egypt Jackson
20 Telmo Ferreira Castanheira
24 Óskar Elías Zoega Óskarsson
26 Felix Örn Friðriksson
38 Víðir Þorvarðarson (F)
77 Jonathan Ian Franks
80 Gary John Martin
92 Diogo Manuel Goncalves Coelho

Varamenn:
93 Rafael Henriques Vasquez Veloso (M)
2 Sigurður Arnar Magnússon
3 Matt Nicholas Paul Garner
9 Breki Ómarsson
19 Benjamin Prah
23 Róbert Aron Eysteinsson

Byrjunarlið KA:
12 Kristijan Jajalo (M)
3 Callum George Williams
7 Almarr Ormarsson (F)
8 Iosu Villar Vidal
9 Elfar Árni Aðalsteinsson
10 Hallgrímur Mar Steingrímsson
14 Andri Fannar Stefánsson
21 David Cuerva Barroso
24 Nökkvi Þeyr Þórisson
25 Torfi Tímoteus Gunnarsson
29 Alexander Groven

Varamenn:
1 Yankuba Colley (M)
2 Haukur Heiðar Hauksson
11 Ásgeir Sigurgeirsson
16 Brynjar Ingi Bjarnason
22 Hrannar Björn Steingrímsson
28 Sæþór Olgeirsson
77 Bjarni Aðalsteinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner