sun 18. ágúst 2019 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilfinningaþrungin stund hjá Mourinho - Saknar fótboltans
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur verið að vinna sem sérfræðingur í sjónvarpi, en hann saknar þess að starfa sem knattspyrnustjóri.

Portúgalinn var rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári og hefur síðan þá ekki tekið við öðru liði.

Mourinho er gríðarlega sigursæll knattspyrnustjóri. Hann hefur á stjóraferli sínum meðal annars stýrt Chelsea, Inter og Real Madrid. Ásamt auðvitað Manchester United og Porto.

Sky Sports gerði nýlega þátt með Mourinho, dagur í lífi hans í heimabænum Setúbal.

Í myndinni má sjá Mourinho tala um það hversu mikið hann saknar fótboltans. Það er tilfinningaþrungin stund þegar hann gerir það.


Athugasemdir
banner
banner
banner