mið 18. september 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Íbúar í Napólí skeina sér með Sarri og Ronaldo
Sarri gerði mjög góða hluti á þremur árum hjá Napoli.
Sarri gerði mjög góða hluti á þremur árum hjá Napoli.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri var nánast í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli þar til hann tók við Ítalíumeisturum Juventus fyrr í sumar.

Nú er hann hataður af stórum hlut stuðningsmanna Napoli sem tala um hann sem svikara. Til að mynda var veggskjöldur til heiðurs Sarri fjarlægður úr götunni sem hann fæddist tæpum sólarhringi eftir að hann var kynntur sem þýr þjálfari Juventus.

Íbúar í Napólí hafa tekið upp á ýmsum leiðum til að sýna óbeit sína á Sarri og nú er andlit hans komið framan á klósettpappír.

Einnig er klósettpappír með merkjum ýmissa keppinauta og erkifjenda Napoli. Þá er einnig kominn klósettpappír með mynd af Cristiano Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner
banner