Jose Mourinho mætti í dag á æfingasvæði Benfica á Ferrari bifreið sinni. Ekki er formlega búið að tilkynna um komu Portúgalans til félagsins en búið er að segja frá munnlegu samkomulagi sem gildir til sumarsins 2027. Bruno Lage var látinn fara frá Benfica eftir tap gegn Qarabag í Meistaradeildinni á þriðjudag.
Framundan hjá Mourinho er ansi skemmtileg leikjadagskrá. Sjö leikir eru eftir í Meistaradeildinni, liðið á bæði eftir að mæta Chelsea og Benfica í keppninni, en Mourinho gerði flotta hluti hjá báðum félögum. Mourinho fer á Brúna, Stamford Bridge, eftir tæpar tvær vikur.
Framundan hjá Mourinho er ansi skemmtileg leikjadagskrá. Sjö leikir eru eftir í Meistaradeildinni, liðið á bæði eftir að mæta Chelsea og Benfica í keppninni, en Mourinho gerði flotta hluti hjá báðum félögum. Mourinho fer á Brúna, Stamford Bridge, eftir tæpar tvær vikur.
Benfica á einnig leiki gegn Newcastle, Bayer Leverkusen, Ajax, Napoli og Juventus. Mourinho stýrði Inter og Roma á Ítalíu og þurfti þar að berjast við bæði Juve og Napoli í efri hlutanum.
Heima fyrir er svo fljótlega leikur gegn Porto þar sem Mourinho kom sér á kortið á sínum tíma, vann t.a.m. þrennuna. Stuðningsmenn Porto eru ekki ánægðir með Mourinho að taka við erkifjendunum í Benfica og er ljóst að það verður ansi áhugaverður leikur þann 5. október í Porto.
Benfica er í 6. sæti portúgölsku deildarinnar eftir fjóra leiki, fimm stigum á eftir Porto en Benfica á leik til góða. Fyrsti leikur Mourino verður væntanlega á útivelli gegn AVS á laugardag.
Jose Mourinho's fixtures in the Champions League for Benfica are box office ???? pic.twitter.com/0n9eDALyh2
— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 18, 2025
José Mourinho has arrived at Benfica to begin his role as the club’s new manager ???????? pic.twitter.com/0n4bayLOdM
— Sky Sports (@SkySports) September 18, 2025
Athugasemdir