Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 18. október 2013 15:19
Magnús Már Einarsson
Garðar Gunnlaugs verður áfram hjá ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Garðar Bergmann Gunnlaugsson mun leika með ÍA í 1. deildinni næsta sumar en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Garðar fékk þau skilaboð frá ÍA í lok síðasta mánaðar að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu.

Eftir að hafa rætt við Gunnlaug Jónsson nýráðinn þjálfara ÍA er hins vegar ljóst að Garðar verður áfram á skaganum.

,,Ég talaði við Gulla og það er það sem skiptir máli," sagði Garðar við Fótbolta.net í dag.

,,Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Þetta er best fyrir alla aðila."

Garðar hefur leikið með uppeldisfélagi sínu ÍA undanfarin tvö ár eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku en í sumar skoraði hann fimm mörk í sextán leikjum í bikar og deild.
Athugasemdir
banner