Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kom Bowyer á óvart að vera dæmdur í þriggja leikja bann
Lee Bowyer, stjóri Charlton.
Lee Bowyer, stjóri Charlton.
Mynd: Getty Images
Lee Bowyer, knattspyrnustjóri Charlton, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann. Hann segir að bannið komi sér á óvart.

Bowyer var ákærður fyrir ummæli sín um dómara á meðan leik stóð á milli Charlton og Swansea í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.

Charlton tapaði leiknum 2-1 og Bowyer á að hafa látið dómara leiksins heyra það og sett spurningamerki við heiðarleika hans.

Bowyer játaði sök í málinu og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.

„Þetta kemur mér á óvart og ég er vonsvikinn," sagði Bowyer um bannið í samtali við heimasíðu Charlton. „Ég öskraði ekki og blótaði ekki, en þetta er bara eins og það er."

Bowyer var líka sektaður um 4000 pund, rúmar 640 þúsund íslenskar krónur.

Bowyer mun missa af leikjum gegn Derby, Bristol City og West Brom. Charlton er í tíunda sæti Championship-deildarinnar eftir 11. umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner