Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. október 2019 11:10
Magnús Már Einarsson
Solskjær hefur ekki áhyggjur af myndinni af Pogba og Zidane
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur litlar áhyggjur af mynd sem birtist í enskum fjölmiðlum í dag. Þar sést Paul Pogba, miðjumaður United, ræða við Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid, í Dubai í vikunni.

Pogba er staddur í Dubai þar sem hann er að jafna sig eftir meiðsli. Pogba hefur oft verið orðaður við Real Madrid og ekki minnkuðu þær sögusagnir eftir að myndin af honum og Zidane fór á flug.

„Ég hef ekki heyrt Paul Pogba segja að hann vilji ekki vera hér. Paul vill vera hér og spila vel. Paul er hluti af áætlun okkar að fara fram á við með liðið," sagði Solskjær.

„Hann hefur spilað þrátt fyrir sársauka vegna meiðsla. Hann hefur fengið gagnrýni hægri, vinstri en þegar hann kom til baka gegn Rochdale og Arsenal var ekki auðvelt fyrir hann að spila."

„Hann vildi spila, hann vildi reyna að koma til baka en sársaukinn var of mikill. Hann fór í rannsókn og hann er á leið til baka núna eftir nokkra daga frí. Hann er að æfa þó að hann sé ekki hér."

„Síðan kemur þessi mynd og þar sem við erum Manchester United þá koma myndir og sögusagnir. Það er samt ekkert vandamál fyrir mig."



Athugasemdir
banner
banner
banner