Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. október 2020 11:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danny Welbeck til Brighton (Staðfest)
Mynd: Watford
Sóknarmaðurinn Danny Welbeck hefur skrifað undir eins árs samning við Brighton.

Hinn 29 ára gamli Welbeck var félagslaus eftir að samningi hans við Watford var rift í þessum mánuði.

Welbeck kom til Watford frá Arsenal í fyrra en hann var áður á mála hjá Manchester United. Hann skoraði þrjú mörk í tuttugu leikjum með Watford þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Welbeck hefur skorað 44 mörk og lagt upp 20 í 224 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Watford ákvað að leyfa Welbeck að fara þar sem hann er með háan launapakka.

Hann er núna kominn til Brighton, sem er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig. Brighton mætir erkifjendum sínum í Crystal Palace klukkan 13:00 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner