Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. október 2020 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City hugsar um 15 milljón punda boð í Messi
Powerade
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Federico Valverde vekur áhuga Manchester United.
Federico Valverde vekur áhuga Manchester United.
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Það eru alltaf einhverjar slúðursögur á lofti í fótboltanum. Hér eru helstu slúður þessa sunnudags.



Ronald Koeman vill fá Memphis Depay (26) frá Lyon til Barcelona í janúar. (AD)

Georginio Wijnaldum (29), miðjumaður Liverpool, er einnig á óskalista Barcelona. Hann er á síðasta ári samningi síns og verður frjáls ferða sinna næsta sumar. (AD)

Manchester City gæti reynt að fá Lionel Messi (33) í janúar. City er að skoða það að bjóða Barcelona 15 milljónir punda fyrir Messi, sem verður samningslaus næsta sumar. (Daily Star)

Manchester United hefur áhuga á Federico Valverde (22), miðjumanni Real Madrid, og gæti notað Paul Pogba (27) í skiptidíl. (Sun on Sunday)

Koeman hefur beðið stjórn Barcelona að ganga frá kaupum á Eric Garcia (19), miðverði Manchester City, í janúar. (Sunday Mirror)

Liverpool og Tottenham eru að fylgjast með Kalvin Phillips (24), miðjumanni Leeds. (Sunday Mirror)

Burnley hefur mikinn áhuga á Mohamed Simakan (20), varnarmanni Strasbourg í Frakklandi, og gæti reynt að fá hann í janúar. (Sun on Sunday)

David Moyes segist hafa verið tilbúinn með þyrlu í að stela Gareth Bale frá Real Madrid árið 2013. Moyes var þá stjóri Manchester United, en Bale (31) sneri nýverið aftur til Tottenham eftir sjö ár í höfuðborg Spánar. (Mail on Sunday)

Juventus kaus frekar að kaupa kantmanninn Federico Chiesa (22) frá Fiorentina frekar en miðjumanninn Houssem Aouar (22) frá Lyon í sumar. (Sky Sports Italia)

Neil Warnock, stjóri Middlesbrough, segir að það hafi að hluta til verið Yannick Bolasie (31) sjálfum að kenna að hann hafi ekki komið til Boro frá Everton á síðasta gluggadegi. (Tesside Gazette)

Manchester United eyddi tísti, sem tók í það á léttu nótunum að það væru engir áhorfendur á leiknum gegn Newcastle, í gær eftir að Gary Neville gagnrýndi það. (Sun on Sunday)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segist hafa unnið baráttu við Tottenham um Danny Welbeck (29) árið 2014, þrátt fyrir að hafa gert hlé á viðræðum til að hitta páfann. (Mail on Sunday)

Fyrirtækið sem enska úrvalsdeildin réði til að skima leikmenn fyrir kórónuveirunni, hefur þróað sérstakar stöðvar þar sem hægt er að framkvæma skimanir á 15 mínútum. Þetta er gert til að koma stuðningsmönnum á vellina sem fyrst. (Sunday Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner