Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. október 2021 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Arsenal jafnaði í uppbótartíma
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 2 Crystal Palace
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('8 )
1-1 Christian Benteke ('50 )
1-2 Odsonne Edouard ('73 )
2-2 Alexandre Lacazette ('90 )

Patrick Vieira var hársbreidd frá því að sigra sína fyrrum félaga í Arsenal í fyrstu viðureign sinni sem stjóri Crystal Palace á Emirates.

Vieira er goðsögn hjá Arsenal en hann lék með liðinu frá árunum 1996-2005.

Pierre Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir með marki strax á 8. mínútu. Palace menn vöknuðu við það en það var Ramsdale í marki Arsenal að þakka að liðið fór með eins marks forystu inn í leikhléi.

Christian Benteke jafnaði hinsvegar metin snemma leiks með góðu skoti framhjá Ramsdale í markinu. Odsonne Edouard kom Palace síðan yfir með frábæru marki, sláin inn.

Það stefndi allt í sigur Palace mann en Alexandre Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal með því að skora eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu á lokasekúndum leiksins.
Athugasemdir
banner
banner