Arsenal og Everton í sambandi við faðir hans
    
                                                                
                Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að Arsenal og Everton séu meðal félaga sem hafa sett sig í samband við föður Reinier Jesus Carvalho, sóknartengiliðs Flamengo.
                
                
                                    Reinier Jesus var með söluákvæði í samningi sínum sem hljóðaði upp á 70 milljónir evra en sá samningur hefði runnið út í júní 2020. Flamengo fékk táninginn til að framlengja, gegn því að lækka söluákvæðið niður í 35 milljónir.
Jesus er búinn að gera 4 mörk í 12 deildarleikjum fyrir Flamengo og 8 mörk í 12 leikjum með yngri landsliðum Brasilíu.
Hann er fæddur 2002 og verður 18 ára gamall í janúar.
PSG, Manchester City, Real Madrid og Juventus eru meðal áhugasamra félaga.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                