mið 18. nóvember 2020 16:15
Elvar Geir Magnússon
Boris vill hleypa áhorfendum inn eins fljótt og mögulegt er
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við það að áhorfendur verði leyfðir í ensku úrvalsdeildinni eins fljótt og mögulegt er.

Boris var spurður út í málið í fyrirspurnartíma í dag en talað er um að mögulega verði hægt að hleypa inn einhverjum fjölda í næsta mánuði.

„Ég skil pirringinn og vonast til þess að við getum hleypt inn áhorfendum eins fljótt og mögulegt er," segir Boris.

Ensk félög hafa orðið fyrir gríðarlega þungu fjárhagslegu höggi við að þurfa að leika bak við luktar dyr.

Vonast er til þess að á svæðum þar sem lítið er um smit verði möguleiki að hleypa einhverjum fjölda á leiki í desembermánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner