Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. nóvember 2020 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Held að það sé alveg klárt að þetta hafi verið minn síðasti leikur"
Icelandair
Mynd: Getty Images
„Ég held að það sé alveg klárt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Þetta var ekki góður fyrri hálfleikur. Við komumst ekki nálægt þeim. Þeir eru með hörkulið,“ sagði Kári Árnason í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn gegn Englandi í kvöld.

Hvernig tilfinningar er Kári að upplifa núna?

„Ég tók tilfinningarskalann út eftir Ungverjalands leikinn. Að þetta væri að líða undir lok. Ég vonaðist til þess að fá að spila minn síðasta leik á Wembley og fékk það. Þetta er 'end of an era'. Ég hefði helst viljað hafa allt gamla bandið inn á vellinum.“

„Það er erfitt að kveðja þessa stráka og hugsa til þess að fá aldrei aftur að spila aftur með þessum strákum. Þetta hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni og eitthvað sem ég brann fyrir. Ég gerði allt í mínu valdi stendur til þess að þetta lið næði árangri,"
sagði Kári Árnason að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner