Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. desember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Austurfrétt 
Tveir Austurlendingar á námskeið fyrir efnilegustu dómara Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla

Austurlendingar fagna því að tveir nýir dómarar hafa verið kynntir til starfa sem eru báðir með réttindi til að starfa í efstu deild.


Dómararnir eru Antoníus Bjarki Halldórsson og Guðgeir Einarsson sem báðir hafa verið valdir til þátttöku á svokölluðu CORE-námskeiði UEFA í Sviss sem er haldið fyrir efnilegustu dómarateymi Evrópu. Antoníus og Guðgeir verða fulltrúar Íslands þar eftir áramót.

Antoníus dæmdi sinn fyrsta leik sem aðstoðardómari þegar KR tók á móti Keflavík um miðjan júlí í fyrra. Guðgeir var þá aðaldómari er Valur tók á móti Stjörnunni um miðjan október síðastliðinn.

„Vissulega er þetta mikill heiður en við erum svo sem ekki að fara mikið að taka leiki erlendis í kjölfarið held ég. Þetta er meira bara bónus en maður veit auðvitað aldrei hvað verður,” sagði Guðgeir í samtali við austurfrétt.

„Það eru framfarir í dómgæslu eins og í leiknum sjálfum. Við lærum hvernig skal ráða leiknum og koma í veg fyrir að hann flosni upp í einhverja vitleysu, hvernig bregðast skuli við alvarlegum brotum og þegar leikmönnum er sérstaklega uppsigað við dómarana. Staðsetning dómara er líka mikilvæg á hverju stigi í leiknum. Mikið af þessu snýst líka um þrekþjálfun."


Athugasemdir
banner
banner
banner