Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. janúar 2020 17:01
Ívan Guðjón Baldursson
U17 tapaði fyrir Tadsíkistan
Ísland U17 1 - 2 Tadsíkistan U17
0-1 ('26)
1-1 Danijel Dejan Djuric ('55, víti)
1-2 ('73)

Danijel Dejan Djuric gerði eina mark U17 landsliðs Íslands sem mætti Tadsíkistan á æfingamóti í Hvíta-Rússlandi.

Strákarnir í Tadsíkistan leiddu í hálfleik en Danijel Dejan Djuric jafnaði með marki úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Sigurmark Tadsíkistan kom á 73. mínútu leiksins.

Ísland mætir Georgíu næst á þriðjudaginn. Sá leikur hefst klukkan 11:10.
Athugasemdir
banner