Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. janúar 2021 18:00
Aksentije Milisic
Leikur Liverpool og Man Utd bætti met í áhorfi
Frá leiknum.
Frá leiknum.
Mynd: Getty Images
Leikur Liverpool og Manchester United sem fór fram á sunnudaginn síðastliðinn bætti met í áhorfi á sjónvarpi og hafa aldrei áður jafn margir horft á leik í ensku úrvalsdeildinni.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og því stóðst leikurinn ekki alveg þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Þetta var hins vegar stærsti leikur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að áhorfi. 4,8 milljónir manns í Englandi horfðu á leikinn en hann var sýndur í beinni útsendingu á Sky Sports.

Leikurinn sem átti áður þetta met var nágrannaslagur Manchester City og Manchester United árið 2012 en þá voru liðin að berjast um titilinn. Rúmlegar fjórar milljónir horfðu á þann leik.

Útgöngubann er í gangi á Englandi vegna kóróna veirunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner