Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mán 19. febrúar 2024 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Valgeir aftur í Aftureldingu (Staðfest) - „Mikill munur á klúbbnum"
Mynd: Raggi Óla
Valgeir Árni Svansson mun spila með Aftureldingu á komandi tímabili í Lengjudeildinni en hann hefur verið hjá Fylki, Leikni R. og Hönefoss í Noregi frá því að hann lék síðast með Mosfellingum.

Valgeir er uppalinn Mosfellingur og á 11 mörk í 71 leik með Aftureldingu. Hann er bakvörður og kantmaður sem lék síðast með Mosfellsbæingum sumarið 2021.

„Tilfiningin er frábær að koma heim. Þetta er minn klúbbur, hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Ég ákvað að fara og breyta um umhverfi fyrir tveimur árum sem var gott fyrir mig en það sýndi mér það að það er langbest að vera í Aftureldingu!" sagði Valgeir við undirskriftina.

„Við ætlum okkur upp í deild þeirra bestu. Erum búnir að vera að æfa virkilega vel í vetur og munum halda því áfram fram að sumri og munum mæta í okkar besta formi gera allt sem við getum til að ná því markmiði. Hópurinn er frábær, alvöru gæði bæði á fótboltavellinum og í klefanum. Það er mikill munur á klúbbnum frá því að ég var hér síðast."

Valgeir er fæddur 1998 og á 3 mörk í 53 leikjum í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner