Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 19. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Leiknir tekur á móti KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá í Lengjubikar karla í kvöld, þar sem Leiknir R. tekur á móti KR í A-deild.

Liðin mætast í Breiðholti og eigast hér við í annarri umferð í riðlakeppni Lengjubikarsins. Reykjavíkurmeistarar KR sigruðu sinn leik í fyrstu umferð á meðan Leiknir gerði tíu marka jafntefli á Selfossi.

Álafoss tekur svo á móti Hamri í fyrstu umferð í C-deildinni. Liðin mætast í Mosfellsbæ.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
19:00 Leiknir R.-KR (Domusnovavöllurinn)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
20:00 Álafoss-Hamar (Malbikstöðin að Varmá)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið L U J T Mörk mun Stig
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner