Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Arteta á góðum batavegi eftir kórónuveiruna
Mynd: Getty Images
Arsenal sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem félagið greindi frá því að Mikel Arteta sé á góðum batavegi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna í síðustu viku.

Arteta „líður mun betur" samkvæmt yfirlýsingu en hann er byrjaður að hafa samband við leikmenn sína og gera áætlanir fyrir næstu vikurnar.

Allir leikmenn og starfsmenn Arsenal verða í sóttkví þangað til á þriðjudaginn.

Þá er stefnt á að opna æfingasvæði félagsins á nýjan leik.

Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að keppni hefjist á nýjan leik í deildinni í fyrsta lagi 30. apríl.
Athugasemdir
banner
banner