fim 19. mars 2020 17:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búið að fresta öllum fótbolta í Tyrklandi
Úr landsleik Tyrklands og Íslands í nóvember.
Úr landsleik Tyrklands og Íslands í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta öllum knattspyrnuleikjum í Tyrklandi. Þetta staðfesti Mehmet Kaspoglu, íþróttaráðherra Tyrklands, á blaðamannafundi í dag.

Frá og með föstudeginum 13. mars var leikið fyrir luktum dyrum en áhorfendur máttu mæta á leik Istanbul Basaksehir og FC Kaupmannahöfn fyrir viku síðan.

„Öllum deildum í handbolta, fótbolta, körfubolta og blaki hefur verið frestað vegna kórónaveirunnar," sagði Kaspoglu í dag.

Viðar Örn Kjartansson leikur með Yeni Malatyaspor í efstu deild í Tyrklandi og lék hann með liðinu á sunnudag. Theodór Elmar Bjarnason er leikmaður Akhisarspor í B-deildinni og var síðasti leikur hans á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner