Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. mars 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Byrja aftur að spila í Frakklandi í fyrsta lagi 15. apríl
PSG er með tólf stiga forskot á toppnum í Frakklandi.
PSG er með tólf stiga forskot á toppnum í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Byrjað verður að spila aftur í efstu tveimur deildunum í Frakklandi í fyrsta lagi 15. apríl.

Keppni var frestað í síðustu viku vegna kórónuveirunnar en útgöngubann er í gangi í Frakklandi.

„Ef að útgöngubannið verður í 15 daga og við bætum við tveimur vikum af æfingum eftir það þá gætum við byrjað aftur í kringum 15. apríl. Við getum ekki búist við neinu en við þurfum að aðlagast og vera raunsæ," sagði Nathalie Boy de la Tour forseti deildarkeppninnar í Frakklandi.

PSG er með tólf stiga forskot á toppnum í frönsku úrvalsdeildinni í augnablikinu.

Stefnt er að því að klára frönsku deildina fyrir 30. júní en De La Tour segir mögulegt að spilað verði áfram inn í júlí ef þörf krefur.
Athugasemdir
banner
banner
banner