Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   sun 19. mars 2023 12:20
Aksentije Milisic
Barcelona og Tottenham vilja fá Amrabat
Mynd: Getty Images

Barcelona og Tottenham Hotspur hafa mikinn áhuga á miðjumanni Fiorentina, Sofyan Amrabat. Leikmaðurinn stóð sig frábærlega á HM í Katar á síðasta ári með Marokkó.


Amrabat vildi komast burt frá Fiorentina í janúar mánuði en það tókst ekki. Hann gerði allt sem hann gat eftir að hann frétti að Barcelona hafði áhuga.

Atlético Madríd sýndi honum einnig mikinn áhuga og lagði Barcelona meðal annars fram tilboð en Fiorentina hafnaði því. Amrabat neitaði að æfa og baðst síðar meir afsökunar á framferði sínu.

Calciomercato greinir frá því að Barcelona og Tottenham séu þau félög sem munu bítast um þennan miðjumann í sumar en samningur Amrabat hjá Fiorentina rennur út á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner