Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 19. apríl 2021 11:38
Elvar Geir Magnússon
Boris reynir að koma í veg fyrir Ofurdeildina
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að ensk félagslið gangi í sérstaka Ofurdeild.

Áformin hafa skapað mikla ólgu í fótboltaheiminum og lögmenn að skoða hvort stofnun þessarar deildar standist reglur.

„Mér líkar ekki við þessar áætlanir og við munum skoða það hvað við getum gert," segir Boris.

„Við munum skoða allt sem við getum gert í stöðunni og vinna með fótboltayfirvöldum svo þær áætlanir sem nú eru uppi geti ekki verið framkvæmdar með þessum hætti. Ég held að þetta séu ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn og ekki góðar fréttir fyrir fótboltann í landinu."

„Þessi félög eru ekki bara frábær alþjóðleg vörumerki heldur líka félög með sögu og hafa verið í nánum tengslum við nærumhverfi sitt. Þau eiga að vera í nánu sambandi við aðdáendur og fólkið í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt að það haldist."

Manchester City, Manchester United, Liverpool, Arsenal, Chelsea og Tottenham taka þátt í stofnun Ofurdeildarinnar en deildin hefur að mestu fallið í grýttan jarðveg hjá fótboltaáhugafólki.

Fjallað var um Ofurdeildina í sérstökum hlaðvarpsþætti sem má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Allt nötrar út af Ofurdeildinni - NBA deild í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner