Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 17:15
Enski boltinn
Hvert verður næsta skref Jose Mourinho?
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var í morgun rekinn frá Tottenham eftir tæplega eitt og hálft ár í starfi. Í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag var rætt um það hvaða skref hinn 58 ára gamli Mourinho gæti tekið næst á ferli sínum.

„Ég vona að hann sé hættur á Englandi. Ég sagði alltaf að arfleið hans á Englandi yrði alltaf blá," sagði Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, í þætti dagsins.

„Einhverntímann sagði Mourinho að þegar hann yrði gamall maður ætlaði hann að verða landsliðsþjálfari. Er hann ekki orðinn svolítið gamall í þessum bolta? Er hann ekki kominn með mörg ár undir beltið?"

„Hann hefur ekki náð að endurnýja sig. Mesta afrek Sir Alex Ferguson var að endurnýja sig og þróast með fótboltanum. Því miður virðist Mourinho ekki hafa getað það."


Orri Freyr Rúnarsson sagði: „Mourinho kann ekki á þessa nýju kynslóð leikmanna. Þetta er ekki eins og þegar hann tók við Chelsea og var með John Terry, Frank Lampard, Drogba og fleiri ristastóra karaktera sem hann gat öskrað á og þeir fóru í lið með honum."

„Nýir ungir leikmenn sem koma upp í dag og fá hárblásarann fara bara á móti honum."


Þátturinn er í boði Domino's. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Enski boltinn - Óvæntur brottrekstur Mourinho og Ofurdeildin
Athugasemdir
banner
banner
banner