Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 15:17
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þeir sjö bestu á undirbúningstímabilinu
Gísli Eyjólfsson var bestur á vetrarmánuðum.
Gísli Eyjólfsson var bestur á vetrarmánuðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Vetrarverðlaunin voru veitt í þriðja sinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag. Þar eru valdir bestu leikmenn undirbúningstímabilsins.

Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, var valinn besti leikmaður undirbúningstímabilsins en Kópavogsliðið var það besta á vetrarmánuðunum. Það vann Fótbolta.net mótið og komst í undanúrslit Lengjubikarsins áður en það mót var blásið af.

Í öðru sæti var Óskar Örn Hauksson sem hefur verið frábær með KR og í þriðja landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson sem varð Reykjavíkurmeistari með Val.

Aðrir leikmenn sem tilnefndir voru: Sævar Atli Magnússon (Leiknir), Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik), Helgi Guðjónsson, (Víkingur) og Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík). Þá fékk Brynjólfur Willumsson hrós en hann skoraði þrennu í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins áður en hann hélt út til Noregs í atvinnumennsku.

Þá var Óskar Hrafn Þorvaldsson hjá Breiðabliki valinn besti þjálfari undirbúningstímabilsins.

Hlustaðu á útvarpsþáttinn:
Útvarpsþátturinn - Siggi Höskulds, vetrarverðlaun og Spánarspark
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner