Þróttur R. vann óvæntan 3-2 sigur á Fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld, mörk Þróttara skoruðu þeir Emil Skúli Einarsson (2) og Izaro Sanchez. Þjálfari Þróttar, Ian Jeffs kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 3 Þróttur R.
„Þetta var flottur leikur hjá okkur ég er stoltur og ánægður með það sem við lögðum í leikinn, þvílík barátta og karakter í liðinu. Við sýndum hvað við erum með mikil gæði, að við getum skorað þrjú mörk á svona erfiðum útivelli gegn liði sem er í efstu deild. Mér fannst við eiga skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður og við þurftum að sína mikinn karakter og mikla baráttu til að koma þessu yfir línuna."
„Við lögðum leikinn upp með að vera þéttir en ekki með því að liggja niðri í vörn og vera í low block við vildum aðeins ofar og setja pressu á þá. Mér fannst við gera það mjög vel eftir 15 mínútur. Fyrstu 15 vorum við mjög aftarlega og áttum mjög erfitt en eftir að Fram jafnar metin þá fannst mér við taka yfir fyrri hálfleikinn. En Fram sterkari en við í síðari hálfleik."
Fyrstu tvö mörk Þróttara komu eftir föst leikatriði
„Við æfum það alltaf daginn fyrir leik en settum ekki neina sérstaka áherslu en alltaf gott að skora úr föstum leikatriðum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























