Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 19. apríl 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólína Helga í FHL (Staðfest)
Kvenaboltinn
Ólína Helga í leik með Völsungi
Ólína Helga í leik með Völsungi
Mynd: Völsungur
Ólína Helga Sigþórsdóttir er gengin til liðs við FHL frá Völsungi.

Ólína er 18 ára miðjumaður en hún lék með Völsungi í tvö ár en hún er uppalin í Þór á Akureyri.

„FHL býður Ólínu velkomna í hópinn. Það verður gaman að sjá Ólínu skapa færi og verjast á miðjunni í sumar," segir í tilkynningu FHL.

FHL leikur í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa unnið Lengjudeildina síðasta sumar. Liðið hóf leik í vikunni þar sem liðið tapaði naumlega gegn Tindastóli
Athugasemdir
banner