
Ólína Helga Sigþórsdóttir er gengin til liðs við FHL frá Völsungi.
Ólína er 18 ára miðjumaður en hún lék með Völsungi í tvö ár en hún er uppalin í Þór á Akureyri.
Ólína er 18 ára miðjumaður en hún lék með Völsungi í tvö ár en hún er uppalin í Þór á Akureyri.
„FHL býður Ólínu velkomna í hópinn. Það verður gaman að sjá Ólínu skapa færi og verjast á miðjunni í sumar," segir í tilkynningu FHL.
FHL leikur í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa unnið Lengjudeildina síðasta sumar. Liðið hóf leik í vikunni þar sem liðið tapaði naumlega gegn Tindastóli
Athugasemdir