Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 19. apríl 2025 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Þjálfari Þórsara.
Þjálfari Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Nei nei, þetta var smá klaufagangur í byrjun, spörkum boltanum út af, þeir taka hann og halda okkur niðri (og skora). En við bara svöruðum undir eins, það var virkilega ánægjulegt og mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega góður hjá okkur," segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir endurkomusigur gegn ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég er ánægðastur með kraftinn í okkur í fyrri hálfleik, hvernig við svöruðum markinu. Þetta var ekki beint líkt okkur þessi byrjun. Mér fannst við eiga inni 1-2 mörk í viðbót í fyrri hálfleik."

Ellefu leikmenn fengu gult spjald í leiknum og Siggi sjálfur fékk líka spjald.

„Á tímabili fannst mér þetta vera þannig leikur, stundum fannst mér dómarinn koma með spjöldin of snemma, en ég held að leikurinn hafi verið nokkuð harður, mikil læti, margir að rífa kjaft og svoleiðis. Þetta var með harðari leikjum sem maður hefur tekið þátt í í smá tíma. Þannig ekki mikið út á spjaldafjöldann að setja."

„Það var einhver æsingur og ég held svona að allur bekkurinn í heild hafi fengið spjald, vorum fullæstir á tímabili."


Peter Ingi Helgason Jones skoraði sitt fyrsta mark fyrir Þór í leiknum. Peter hefur verið duglegur að skora í yngri flokkum Þórs en þessi framherji, sem fæddur er árið 2008, lék í dag sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki og náði að skora þriðja mark Þórsara.

„Þetta er einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum, hann er bara rétt að byrja," segir Siggi.

Þórsarar munu byrja Íslandsmótið í Boganum hafa fengið leyfi fyrir því að spila fyrstu heimaleiki sína þar og gætu hlutirnir spilast þannig að Þór spili í Boganum þar til nýr gervigrasvöllur verður klár fyrir utan Bogann.
Athugasemdir
banner