Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 19. apríl 2025 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Þjálfari Þórsara.
Þjálfari Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Nei nei, þetta var smá klaufagangur í byrjun, spörkum boltanum út af, þeir taka hann og halda okkur niðri (og skora). En við bara svöruðum undir eins, það var virkilega ánægjulegt og mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega góður hjá okkur," segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir endurkomusigur gegn ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég er ánægðastur með kraftinn í okkur í fyrri hálfleik, hvernig við svöruðum markinu. Þetta var ekki beint líkt okkur þessi byrjun. Mér fannst við eiga inni 1-2 mörk í viðbót í fyrri hálfleik."

Ellefu leikmenn fengu gult spjald í leiknum og Siggi sjálfur fékk líka spjald.

„Á tímabili fannst mér þetta vera þannig leikur, stundum fannst mér dómarinn koma með spjöldin of snemma, en ég held að leikurinn hafi verið nokkuð harður, mikil læti, margir að rífa kjaft og svoleiðis. Þetta var með harðari leikjum sem maður hefur tekið þátt í í smá tíma. Þannig ekki mikið út á spjaldafjöldann að setja."

„Það var einhver æsingur og ég held svona að allur bekkurinn í heild hafi fengið spjald, vorum fullæstir á tímabili."


Peter Ingi Helgason Jones skoraði sitt fyrsta mark fyrir Þór í leiknum. Peter hefur verið duglegur að skora í yngri flokkum Þórs en þessi framherji, sem fæddur er árið 2008, lék í dag sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki og náði að skora þriðja mark Þórsara.

„Þetta er einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum, hann er bara rétt að byrja," segir Siggi.

Þórsarar munu byrja Íslandsmótið í Boganum hafa fengið leyfi fyrir því að spila fyrstu heimaleiki sína þar og gætu hlutirnir spilast þannig að Þór spili í Boganum þar til nýr gervigrasvöllur verður klár fyrir utan Bogann.
Athugasemdir
banner
banner