Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. maí 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góð helgi Hollands - U17-liðið Evrópumeistari
Holland er meistari annað árið í röð.
Holland er meistari annað árið í röð.
Mynd: Getty Images
Ítalía tapaði aftur gegn Hollandi í úrslitaleiknum.
Ítalía tapaði aftur gegn Hollandi í úrslitaleiknum.
Mynd: Getty Images
Holland 4 - 2 Ítalía
1-0 Sontje Hansen ('20)
2-0 Naoufal Bannis ('37)
3-0 Ian Maatsen ('45)
3-1 Lorenzo Colombo ('56)
4-1 Naci Ünüvar ('70)
4-2 Lorenzo Colombo ('89)

Þetta hefur verið góð helgi fyrir Holland. Í gær vann Holland Eurovision með laginu Arcade og í dag varð landið Evrópumeistari U17 liða.

Holland mætti Ítalíu, landinu sem varð í 2. sæti í Eurovision í gær, í úrslitaleiknum á Írlandi í dag.

Sontje Hansen, leikmaður Ajax, skoraði fyrsta markið og bættu Naoufal Bannis og Ian Maatsen við mörkum fyrir leikhlé. Bannis leikur með Feyenoord og Maatsen með Chelsea.

Verkefnið var erfitt fyrir Ítala í seinni hálfleik en þeir byrjuðu vel og minnkaði Lorenzo Colombo, leikmaður AC Milan, muninn. En því miður fyrir Ítalíu þá svaraði Holland á 70. mínútu þegar Naci Ünüvar skoraði.

Colombo minnkaði aftur muninn á 89. mínútu og þar við sat. Lokatölur 4-2 fyrir Holland sem er meistari annað árið í röð og fjórða sinn í heildina. Holland og Ítalía mættust einnig í úrslitunum í fyrra.

Ísland tók þátt í þessu móti en féll úr leik í riðlakeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner