fim 19. maí 2022 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Aron Einar í næsta landsliðshópi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Héraðssaksóknari ákvað í síðustu viku að fella niður kynferðisbrotamál gegn Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Aron Einar er fyrrum landsliðsfyrirliði sem hefur ekki verið í landsliðshópnum frá því í júní í fyrra.

Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, og var spurt hvort landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson gæti valið Aron í landsliðshópinn í næsta verkefni sem er í byrjun júní.

„Eins og staðan er núna þá eru engar reglur sem banna landsliðsþjálfara að velja ákveðna leikmenn," segir Vanda í skriflegu svari.

Ísland mætir Ísreal tvisvar og Albaníu einu sinni í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Þá mætir liðið San Marínó í æfingaleik.

Aron varð í vor bikarmeistari með liði sínu Al Arabi í Katar.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Aroni Einari: Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ (30. sept '21)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner