Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. maí 2022 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Skömmin svo mikil að ákveðið var að slaufa lokahófinu
Tímabilið var mikil vonbrigði fyrir Manchester United
Tímabilið var mikil vonbrigði fyrir Manchester United
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester United hafa ákveðið að slaufa lokahófi félagsins vegna frammistöðunnar á tímabilinu en þetta segir David McDonnell á Mirror.

United hefur haldið lokahóf á hverju ári síðasta áratuginn þar sem leikmaður ársins er valinn og þá eru fjöldi verðlauna veitt fyrir góða frammistöðu á tímabilinu.

Lokahófið hefur ekki verið haldið síðustu tvö ár vegna Covid en það átti að fara fram á þessu ári.

Samkvæmt McDonnell þá báðust leikmenn undan að halda lokahófið í ár og kemur þar fram að þeir skammist sín fyrir frammistöðuna á tímabilinu.

Félagið mun samt sem áður veita verðlaunin en með öðrum hætti.

United mun ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en liðið situr í 6. sæti deildarinnar. Það gæti jafnvel farið svo að liðið spili í Sambandsdeildinni en til þess þyrfti liðið að tapa fyrir Crystal Palace og West Ham yrði þá að vinna sinn leik.

Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, verður á Selhurst Park, en hann tekur formlega við starfinu þegar tímabilinu lýkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner