Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. júní 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýðir ekk­ert að detta í þung­lyndi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, var til viðtals eftir jafntefli gegn Stjörnunni á miðvikudag. FH er án sigurs í fjórum leikjum og aðeins náð í eitt stig.

Davíð var spurður út í hvort það væri ekki eitthvað jákvætt sem FH-ingar gætu tekið úr leiknum.

„Jú, jú, við vor­um að skapa okk­ur mun fleiri færi í kvöld held­ur en við höf­um verið að gera í síðustu leikj­um. Við get­um tekið það út úr þessu. Við töp­um ekki leikn­um, það er allavega ör­lítið jákvæðara að gera jafntefli frek­ar en að tapa hon­um. En það er bara alltaf þannig eft­ir leik sem vinn­st ekki að maður er svekkt­ur," sagði Davíð.

„Svo þarf maður að skoða leik­inn aðeins bet­ur og sjá hvað var vel gert. Það er að sjálfsögðu fullt af já­kvæðum hlut­um og það þýðir held­ur ekkert að detta í eitt­hvert þung­lyndi. Við verðum bara að halda áfram, við erum með frá­bært fót­boltalið og þurf­um all­ir sem einn að halda áfram að vinna í okk­ar mál­um og koma okk­ur út úr þessu," sagði Davíð.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. FH mætir Breiðablik í næsta deildarleik og fer sá leikur fram í Kópavogi á morgun.

Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Stjarnan
Davíð Þór: Við erum í vandræðum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner