Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 11:08
Brynjar Ingi Erluson
Inter tjáir sig loks um Eriksen - „Þetta var eins og vondur draumur"
Christian Eriksen
Christian Eriksen
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter hefur loks tjáð sig um danska landsliðsmanninn Christian Eriksen en hann fékk hjartaáfall í leik liðsins gegn Finnlandi fyrir viku síðan.

Tíminn var stopp á Parken þegar Danmörk lék fyrsta leik sinn á Evrópumótinu en undir lok fyrri hálfleiks hneig Eriksen niður og við tóku ömurlegar mínútur af óvissu og hræðslu.

Snögg viðbrögð frá liðsfélögum Eriksen, dómara leiksins og læknateyminu á Parken voru helsta ástæða þess að Eriksen er enn á lífi en það þurfti að hnoða í hann líf á vellinum og nokkru seinna tókst það.

Eriksen er nú kominn með gangráð og búið er að útskrifa hann af spítala.

Hann varð ítalskur meistari með Inter á síðasta tímabili en það heyrðist ekkert frá félaginu eftir atvikið. Nú hefur Inter sent frá sér yfirlýsingu sem er afar ljóðræn.

„Þetta hafa ekki verið eðlilegir dagar síðan þetta gerðist á laugardaginn síðasta. Öll þessi augnalbik virtust svo löng og við skildum ekkert. Við vildum að þetta væri bara slæmur draumur en sem betur fer tekst manni að vakna upp úr slæmum draumum."

„Við höfum hugleitt, farið með bænir og andvarpað í þessari þögn síðustu daga en það var gríðarlega mikill léttir þegar myndirnar og uppfærslurnar frá Rigshospitalet, stað sem við vissum ekki að væri til fyrr en fyrir nokkrum dögum, bárust,"
segir í yfirlýsingunni og er bent þar á myndina sem danska landsliðið birti á samfélagsmiðlum af Christian á sjúkrahúsinu.

Inter var ánægt með öll skilaboðin sem Eriksen fékk og sérstaklega frá liðsfélögum hans, þeim Achraf Hakimi og Romelu Lukaku en færslu Inter má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner