Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 21:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klinsmann: Ekki það spænska lið sem við erum vön
Mynd: Getty Images
Spánn og Pólland skyldu jöfn í E-riðli á EM í dag. Spánverjar hafa valdið vonbrigðum en þeir eru með tvö stig eftir tvo leiki.

Jurgen Klinsmann spekingur hjá BBC hrósaði Pólverjum, þá sérstaklega Robert Lewandowski framherja liðsins eftir leikinn.

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd Robert Lewandowski og hann skoraði glæsilegt skallamark. Það er rosaleg pressa á honum, öll þjóðin treystir á hann."

Klinsmann var ekki hrifinn af leik Spánverja.

Það var mikil barátta í seinni hálfleik og pólska liðið hræddi það spænska, Spánverjar virkuðu ekki nógu ákveðnir. Við erum ekki að sjá það spænska lið sem við erum vön.

Líkamlegan styrk og leiðtoga hæfnina eins og Puyol, Iniesa og Xavi, þegar hlutirnir klikkuðu stigu þeir upp. Nú benda þeir bara á hvern annan þegar illa gengur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner