Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mið 19. júní 2024 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks var með báðar stoðsendingar Blika í kvöld þegar þeir unnu KA menn 2-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Mjög gott að klára þetta, bara erfiður leikur. Þeir eru bara með mjög fínt lið þannig að við tökum þessum þrem stigum."

Breiðablik var mikið með boltan og oft að komast í góðar stöður. KA menn vörðust hinsvegar vel og þrátt fyrir góð færi gekk erfiðlega fyrir Blika að skora.

„Þeir voru bara að komast vel fyrir skotin hjá okkur, það vantaði kannski að búa til færi úr góðum stöðum sem við vorum að skapa. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel en svo dettum við aðeins niður. Svo ná þeir marki snemma þarna í seinni og þá þurftum við að sækja markið."

 Með þessum úrslitum er Breiðablik aðeins einu stigi frá topp sætinu og því gríðarlega mikilvægt að hafa unnið hér í kvöld.

„Það er mjög mikilvægt að vinna þessa leiki, það er alveg klárt mál. Sérstaklega þegar liðin sem eru í kringum okkur eru alltaf á deginum á undan. Þá þurfum við að passa upp á að vinna leikina það er klárt mál."

Dregið var í undankeppni Sambandsdeildarinnar í vikunni og ljóst er að Breiðablik mætir GFK Tikves frá Norður-Makedóníu.

„Það er bara mjög spennandi. Ég hef ekki farið í mörg Evrópu verkefni þannig að ég er bara mjög spenntur fyrir þessu. Maður veit svo sem lítið um þessi lið þannig að það verður bara mjög gaman og krefjandi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner