Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   mið 19. júní 2024 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks var með báðar stoðsendingar Blika í kvöld þegar þeir unnu KA menn 2-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Mjög gott að klára þetta, bara erfiður leikur. Þeir eru bara með mjög fínt lið þannig að við tökum þessum þrem stigum."

Breiðablik var mikið með boltan og oft að komast í góðar stöður. KA menn vörðust hinsvegar vel og þrátt fyrir góð færi gekk erfiðlega fyrir Blika að skora.

„Þeir voru bara að komast vel fyrir skotin hjá okkur, það vantaði kannski að búa til færi úr góðum stöðum sem við vorum að skapa. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel en svo dettum við aðeins niður. Svo ná þeir marki snemma þarna í seinni og þá þurftum við að sækja markið."

 Með þessum úrslitum er Breiðablik aðeins einu stigi frá topp sætinu og því gríðarlega mikilvægt að hafa unnið hér í kvöld.

„Það er mjög mikilvægt að vinna þessa leiki, það er alveg klárt mál. Sérstaklega þegar liðin sem eru í kringum okkur eru alltaf á deginum á undan. Þá þurfum við að passa upp á að vinna leikina það er klárt mál."

Dregið var í undankeppni Sambandsdeildarinnar í vikunni og ljóst er að Breiðablik mætir GFK Tikves frá Norður-Makedóníu.

„Það er bara mjög spennandi. Ég hef ekki farið í mörg Evrópu verkefni þannig að ég er bara mjög spenntur fyrir þessu. Maður veit svo sem lítið um þessi lið þannig að það verður bara mjög gaman og krefjandi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner