Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 19. júní 2024 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks var með báðar stoðsendingar Blika í kvöld þegar þeir unnu KA menn 2-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Mjög gott að klára þetta, bara erfiður leikur. Þeir eru bara með mjög fínt lið þannig að við tökum þessum þrem stigum."

Breiðablik var mikið með boltan og oft að komast í góðar stöður. KA menn vörðust hinsvegar vel og þrátt fyrir góð færi gekk erfiðlega fyrir Blika að skora.

„Þeir voru bara að komast vel fyrir skotin hjá okkur, það vantaði kannski að búa til færi úr góðum stöðum sem við vorum að skapa. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel en svo dettum við aðeins niður. Svo ná þeir marki snemma þarna í seinni og þá þurftum við að sækja markið."

 Með þessum úrslitum er Breiðablik aðeins einu stigi frá topp sætinu og því gríðarlega mikilvægt að hafa unnið hér í kvöld.

„Það er mjög mikilvægt að vinna þessa leiki, það er alveg klárt mál. Sérstaklega þegar liðin sem eru í kringum okkur eru alltaf á deginum á undan. Þá þurfum við að passa upp á að vinna leikina það er klárt mál."

Dregið var í undankeppni Sambandsdeildarinnar í vikunni og ljóst er að Breiðablik mætir GFK Tikves frá Norður-Makedóníu.

„Það er bara mjög spennandi. Ég hef ekki farið í mörg Evrópu verkefni þannig að ég er bara mjög spenntur fyrir þessu. Maður veit svo sem lítið um þessi lið þannig að það verður bara mjög gaman og krefjandi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner