Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Sögulegt mark Shaqiri í jafntefli gegn Skotum
Mynd: EPA

Scotland 1 - 1 Switzerland
1-0 Scott McTominay ('13 )
1-1 Xherdan Shaqiri ('26 )


Sviss fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum á EM þegar liðið gerði jafntefli gegn Skotlandi í kvöld.

Scott McTominay kom Skotum yfir en hann átti skot og boltinn fór af Fabian Schar og í netið.

Eftir tæplega hálftíma leik jafnaði Xherdan Shaqiri metin eftir að Anthony Ralston átti slaka sendingu þvert yfir völlinn sem fór til Shaqiri og skot hans fyrir utan vítateiginn hafnaði í netinu.

Dan Ndoye leikmaður Svisslendinga kom boltanum í netið stuttu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Eftir þessi úrslit hafa Þjóðverjar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum. Sviss er í öðru sæti með 4 stig og Skotar í 3. sæti með eitt stig en með mun lakari markatölu en Sviss. Ungverjar á botninum án stiga.


Athugasemdir
banner
banner