Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shaqiri í sögubækurnar - Sá fyrsti til að skora á sex stórmótum í röð
Mynd: EPA

Xherdan Shaqiri landsliðsmaður Sviss skráði nafnið sitt í sögubækurnar þegar hann jafnaði metin fyrir þjóð sína gegn Skotlandi í kvöld.


Þegar um tuttugu mínútur eru eftir af leiknum er staðan enn 1-1.

Scott McTominay kom Skotum yfir en Shaqiri jafnaði með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn eftir mistök í vörn Skota.

Þetta var sjötta stórmótið, EM eða HM, sem Shaqiri kemst á blað en engum hefur tekist að skora á jafn mörgum stórmótum í röð.

Sjáðu markið hjá Shaqiri hér


Athugasemdir
banner