Spænska félagið Barcelona hefur hafið formlegar viðræður við Manchester United um enska sóknarmanninn Marcus Rashford en þetta kemur fram á Athletic.
Athletic segir að viðræðurnar séu komnar langt á veg og að Rashford, sem er 27 ára gamall, fari á láni út tímabilið og mun Barcelona eiga möguleika á að gera skiptin varanleg á meðan lánsdvölinni stendur.
Hansi Flick, þjálfari Barcelona, hefur heimilað skiptin og átt góð samtöl við framherjann. Romano bætir við að Barcelona hafi fundað um Rashford á síðasta sólarhringnum og sent tilboð í morgun.
Rashford, sem er uppalinn hjá United, er ekki í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra félagsins.
Amorim tók við í nóvember og um mánuði síðar missti Rashford sæti sitt í hópnum.
Englendingurinn eyddi síðari hluta tímabilsins á láni hjá Aston Villa, þar sem hann kom að tíu mörkum í sautján leikjum áður en hann meiddist.
Athugasemdir