Það má með sanni segja að Ann-Katrin Berger sé hetja Þjóðverja í kvöld eftir frammistöðu sína á milli stanga landsliðsins á EM.
Þessi ótrúlegi markvörður, sem hefur í tvígang verið greind með krabbamein í skjaldkirtli og þurft að vera frá keppni í langan tíma, var allt í öllu í sigri Þýskalands gegn nágrönnunum frá Frakklandi í 8-liða úrslitunum.
Þjóðverjar misstu leikmann af velli snemma leiks og var um leið dæmd vítaspyrna. Þær þýsku þurftu því að spila nánast allan leikinn einum færri og byrjuðu í þokkabót einu marki undir.
Berger, sem var ekki langt frá því að verja góða vítaspyrnu Grace Geyoro, átti eftir að vera besti leikmaður vallarins. Hún varði átta marktilraunir Frakka og bjargaði marki meistaralega í framlengingu til að knýja leikinn áfram í vítaspyrnukeppni.
Sjáðu markvörslu mótsins
Í vítakeppninni var Berger aftur hetjan, þar sem hún varði tvær spyrnur og steig sjálf á vítapunktinn til að skora. Markvarsla hennar tryggði Þjóðverjum sigur eftir að báðar þjóðir höfðu stigið sjö sinnum á vítapunktinn í vítaspyrnukeppninni - átta sinnum í öllum leiknum.
Það vakti mikla athygli þegar Berger fékk sér vatnssopa í framlengingunni. Þegar myndavélarnar stækkuðu myndina sást greinilega að búið var að prenta út blað með upplýsingum um frönsku vítaskytturnar og líma á vatnsbrúsann.
Sjáðu fagnaðarlætin eftir síðustu vörsluna
Athugasemdir