Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 19. ágúst 2022 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Sargent tryggði annan sigur Norwich í röð
Mynd: Heimasíða Norwich City

Norwich 2 - 0 Millwall
1-0 Joshua Sargent ('50)
2-0 Joshua Sargent ('75)


Norwich tók á móti Millwall í fyrsta leik helgarinnar í Championship deildinni og var staðan markalaus í leikhlé.

Heimamenn í Norwich stjórnuðu ferðinni en tókst ekki að skora fyrr en í upphafi síðari hálfleiks þegar Bandaríkjamaðurinn Josh Sargent kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Danel Sinani.

Sargent tvöfaldaði forystuna og innsiglaði sigur heimamanna með öðru marki á 75. mínútu, niðurstaðan annar sigur Norwich í röð.

Bæði lið eru með sjö stig eftir fimm umferðir.


Athugasemdir