Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 19. ágúst 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Þunnskipaðir Víkingar - „Það er smá bras á hópnum núna"
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stuðningsmenn hafa fundið fyrir því hvað strákarnir eru að leggja mikið á sig og það er smá bras á hópnum núna en stuðningsmenn skilja þetta og hjálpa okkur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-3 sigurinn gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Helgi Guðjónsson kom inn þegar Karl Friðleifur Gunnarsson meiddist í fyrri hálfleik í gær. Aðrir útispilarar á bekk Víkinga voru allt ungir leikmenn fæddir 2003 og 2004.

Það hefur verið rosalegt leikjaálag á Íslands- og bikarmeisturunum og meiðslalistinn er orðinn talsvert langur.

Arnór Borg átti að byrja í gær
Arnór Borg Guðjohnsen var að koma til baka eftir meiðsli en var ekki í leikmannahópnum í gær.

„Arnór Borg átti að byrja leikinn en því miður kom smá bakslag á æfingu í vikunni, það var minniháttar bakslag. Vonandi er bara vika til tíu dagar í hann," segir Arnar.

Víkingur á deildarleik á móti Val á mánudaginn og vonast Arnar til að Nikolaj Hansen verði klár fyrir þann leik. Halldór Smári Sigurðsson, Logi Tómasson og Davíð Örn Atlason verða áfram á meiðslalistanum.

Útileikmenn á varamannabekk Víkings í gær:
Helgi Guðjónsson - 1999
Jóhannes Karl Bárðarson - 2003
Tómas Þórisson - 2003
Gísli Gottskálk Þórðarson - 2004
Sigurður Steinar Björnsson - 2004
Jóhannes Dagur Geirdal - 2004


Sigurður Steinar Björnsson sem gerði fimmta og síðasta mark leiksins eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann er 18 ára gamall en Arnar hrósaði honum í viðtalinu eftir leik, sem sjá má hér að neðan.


Arnar Gunnlaugs: Þetta eru stórar ákvarðanir
Athugasemdir
banner