„Stuðningsmenn hafa fundið fyrir því hvað strákarnir eru að leggja mikið á sig og það er smá bras á hópnum núna en stuðningsmenn skilja þetta og hjálpa okkur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-3 sigurinn gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.
Helgi Guðjónsson kom inn þegar Karl Friðleifur Gunnarsson meiddist í fyrri hálfleik í gær. Aðrir útispilarar á bekk Víkinga voru allt ungir leikmenn fæddir 2003 og 2004.
Helgi Guðjónsson kom inn þegar Karl Friðleifur Gunnarsson meiddist í fyrri hálfleik í gær. Aðrir útispilarar á bekk Víkinga voru allt ungir leikmenn fæddir 2003 og 2004.
Það hefur verið rosalegt leikjaálag á Íslands- og bikarmeisturunum og meiðslalistinn er orðinn talsvert langur.
Arnór Borg átti að byrja í gær
Arnór Borg Guðjohnsen var að koma til baka eftir meiðsli en var ekki í leikmannahópnum í gær.
„Arnór Borg átti að byrja leikinn en því miður kom smá bakslag á æfingu í vikunni, það var minniháttar bakslag. Vonandi er bara vika til tíu dagar í hann," segir Arnar.
Víkingur á deildarleik á móti Val á mánudaginn og vonast Arnar til að Nikolaj Hansen verði klár fyrir þann leik. Halldór Smári Sigurðsson, Logi Tómasson og Davíð Örn Atlason verða áfram á meiðslalistanum.
Útileikmenn á varamannabekk Víkings í gær:
Helgi Guðjónsson - 1999
Jóhannes Karl Bárðarson - 2003
Tómas Þórisson - 2003
Gísli Gottskálk Þórðarson - 2004
Sigurður Steinar Björnsson - 2004
Jóhannes Dagur Geirdal - 2004
Sigurður Steinar Björnsson sem gerði fimmta og síðasta mark leiksins eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann er 18 ára gamall en Arnar hrósaði honum í viðtalinu eftir leik, sem sjá má hér að neðan.
Þessi leikur er dæmi um það hve góður þjálfari Arnar Gunnlaugsson er. Kerfið er það solid og allir eru með öll hlutverk á hreinu að það skiptir ekki miklu máli hver spilar hvar. Ungur, óreyndur, þreyttur en vel þjálfaður hópur vinnur þetta sterka KR lið sanngjarnt
— Einar Guðnason (@EinarGudna) August 19, 2022
Athugasemdir