Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 19. september 2020 16:18
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Sisto gerði sigurmarkið - Fyrsta tap Óla Kristjáns
Mynd: Getty Images
Mikael Anderson spilaði síðustu 20 mínúturnar í sigri Midtjylland gegn Lyngby í efstu deild danska boltans í dag.

Heimamenn í Midtjylland voru mun betri í leiknum en unnu þó ansi nauman 1-0 sigur þökk sé marki frá Pione Sisto.

Frederik Schram var á bekknum hjá Lyngby en aðalmarkvörðurinn stóð sig vel og varði sex skot af sjö sem hæfðu rammann. Fjórtán skot fóru í tréverkið, framhjá eða yfir.

Mið-Jótlendingar eru því með þrjú stig eftir tap í fyrstu umferð á meðan Lyngby er með eitt stig eftir markalaust jafntefli.

Midtjylland 1 - 0 Lyngby
1-0 Pione Sisto ('14)

Í B-deildinni tapaði Ólafur Kristjánsson í fyrsta sinn við stjórnvölinn hjá Esbjerg er liðið heimsótti Silkeborg.

Andri Rúnar Bjarnason spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins og var tekinn útaf í stöðunni 1-1.

Heimamenn í Silkeborg gáfu í á lokakaflanum og uppskáru 3-1 sigur.

Patrik Sigurður Gunnarsson var þá á bekknum hjá Viborg í 3-1 sigri gegn Skive.

Patrik er í baráttu við Can Dursun, 27 ára gamlan Dana, um byrjunarliðssæti.

Viborg er því með sjö stig eftir þrjár umferðir og er Esbjerg með sex.

Silkeborg 3 - 1 Esbjerg
1-0 Ali Abou ('21, víti)
1-1 J. Ankersen ('35)
2-1 S. Jörgensen ('66)
3-1 M. Mattsson ('86, víti)
Rautt spjald: V. Nambishi, Silkeborg ('78)

Viborg 3 - 1 Skive
0-1 L. Kramer ('8, sjálfsmark)
1-1 M. Dohn ('10, sjálfsmark)
2-1 T. Bech ('15)
3-1 A. Jatta ('34)
Athugasemdir
banner
banner
banner