Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 19. september 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho ósáttur með leikjaplanið: Þetta er algjör brandari
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho stjóri Tottenham er ekki ánægður með leikjaplanið sem bíður Tottenham en félagið gæti þurft að spila níu leiki á þremur vikum.

Tottenham heimsækir Southampton á morgun og þá byrjar vitleysan. Á þriðjudaginn er útileikur gegn Leyton Orient í deildabikarnum og á fimmtudaginn er svo útileikur gegn Shkendija í Makedóníu.

Næsta sunnudag er heimaleikur gegn Newcastle og í kjölfarið eru fleiri bikar- og evrópuleikir ef Tottenham tekst að sigra leiki sína í þessari viku.

„Þetta er brandari. Algjör brandari. Við erum heppnir að Leyton komst áfram í stað Plymouth, því það væri alltof langt ferðalag fyrir okkur," sagði Mourinho.

„Núna erum við í Búlgaríu. Á sunnudaginn verðum við í Southampton. Á miðvikudaginn erum við að fljúga til Makedóníu og svo framvegis. Við viljum gera vel í öllum keppnum en ég er smeykur um heilsu minna manna, ég er smeykur um að þeir verði meiddir.

„Menn eru yfirleitt smeykir við leikjaplanið yfir jólin en þetta er miklu verra. Þetta er fáránlegt, það ætti að ráða annað fólk í ákveðin störf. Fólkið sem tekur þessar ákvarðanir veit augljóslega ekkert um fótbolta. Ég trúi ekki að svona heimskuleg ákvörðun hafi verið tekin af mönnum með reynslu úr knattspyrnuheiminum. Ég neita að trúa því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner