Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 19. september 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pinamonti keyptur aftur til Inter (Staðfest)
Inter er búið að staðfesta kaup á sóknarmanninum efnilega Andrea Pinamonti sem átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Genoa.

Pinamonti er 21 árs gamall og var keyptur til Genoa í fyrra eftir að hafa alist upp hjá Inter. Hann skrifaði aðeins undir tveggja ára samning við Genoa og skoraði sjö mörk í 28 leikjum.

Pinamonti þótti lengi vel eitt mesta efni Ítala og á hvorki meira né minna en 73 keppnisleiki að baki fyrir yngri landslið Ítalíu, án þess að hafa spilað fyrir aðalliðið.

Kaupverðið er talið nema 8 milljónum evra og er Pinamonti talinn fá tvær milljónir evra í árslaun eftir skatt hjá Inter.
Athugasemdir
banner
banner