Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 19. september 2020 16:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reguilon frá Real til Tottenham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Tottenham er búið að ganga frá kaupunum á Sergio Reguilon frá Real Madrid. Reguilon er vinsti bakvörður og talinn kosta um 30 milljónir evra.

Reguilon er 23 ára gamall Spánverji sem hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan árið 2005. Reguilon skrifar undir fimm ára samning við Spurs.

Hann á að baki einn A-landsleik og á síðustu leiktíð lék hann 31 deildarleik að láni hjá Sevilla og var hann mjög eftirsóttur í sumar. Manchester United var einnig sagt á eftir Reguilon en vildi ekki hafa endurkaupsrétt í samningi sínum við Reguilon. Real vill geta keypt bakvörðinn aftur á ákveðna upphæð.

Reguilon lék fjórtán deildarleiki tímabilið 2018/19. Tottenham tilkynnti um kaupinn rétt í þessu og má sjá myndband af kynningu leikmannsins hér að neðan. Reguilon verður í treyju númer þrjú.




Athugasemdir
banner
banner
banner