Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. september 2021 21:50
Aksentije Milisic
Albert skoraði í tapi - Gummi Tóta lagði upp
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í atvinnumennskunni í dag.

Holland

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem mætti Heracles í hollensku deildinni. Albert skoraði fyrsta mark leiksins en hann spilaði 86. mínútur. Tapið var grátlegt fyrir AZ en liðið fékk á sig mark á þriðju mínútu uppbótartímans og því 3-2 sigur Heracles staðreynd.

AZ hefur byrjað tímabilið mjög illa og er liðið í næst neðsta sæti deildarinnar eftir fjórar umferði.

Bandaríkin

Guðmundur Þórarinsson lék 84. mínútur í góðu sigri New York City gegn FC Cincinnati. Guðmundur lagði upp fyrsta mark New York sem Keaton Park skoraði.

New York er í fjórða sæti Austur-deildarinnar en liðið hefur spilað 24 leiki. Arnór Ingvi Traustason kom þá inn á sem varamaður undir lok leiks í jafntefli New England Revolution gegn Columbus Crew.

Danmörk

Kristofer Ingi Kristinsson byrjaði á varamannabekk SönderjyskE sem mætti Bröndby á heimavelli. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem Kristófer kom inn á undir lok leiks. Liðið er nú í tíunda sæti deildarinnar.

Þá var Íslendingaslakur þegar FCK og Midtjylland áttust við. Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði 23 mínútur en FCK tapaði leiknum. Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á varamannabekk FCK.

Elias Rafn Ólafsson var í markinu hjá Midtjylland og átti hann mjög góðan leik. Hann var valinn maður leiksins en gestirnir unnu 0-1 útisigur.

Noregur

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord sem gerði 1-1 jafntefli gegn Mjondalen á útivelli í norska boltanum. Viðar fékk gult spjald og spilaði 68. mínútur.

Það var Íslendingaslagur þegar Viking og Bodö/Glimt áttust við. Patrik Sigurður Gunnarsson var í markinu hjá Viking og þá spilaði Alfons Sampsted allan leikinn fyrir Bodö/Glimt og fékk hann gult spjald. Bodö/Glimt vann leikinn með einu marki gegn þremur.

Viðar Örn Kjartansson spilaði þá 87. mínútur þegar Valerenga gerði jafntefli gegn Molde á heimavelli.

Adam Örn Arnarsson var ónotaður varamaður hjá Tromsö sem gerði jafntefli gegn Brann á heimavelli.

Svíþjóð

Ari Freyr Skúlason kom inn á 61. mínútu í 3-0 sigri Norrköping gegn Örebro. Norrköping er í fimmta sæti deildarinnar eftir nítján umferðir.
Athugasemdir
banner
banner